Ekkert nýtt Covid-19 smit á Vesturlandi fjórða daginn í röð


Það er óbreytt staða á fjölda Covid-19 smita á Vesturlandi. Ekkert nýtt smit hefur greinst undanfarna fjóra daga.

Alls hafa 39 smit verið greind á Vesturlandi og þar af 11 á Akranesi.

Hér fyrir neðan má sjá þróunina á Vesturlandi undanfarna daga.