Guðlaug Edda Hannesdóttir er ein fremsta þríþrautarkona Íslands. Hún hefur á undanförnu misserum unnið hart að þvi að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í Japan 2021.
Guðlaug Edda var ekki langt frá því markmiðið þegar tekin var sú ákvörðun að fresta ÓL um eitt ár vegna Covid-19 veirunnar.
Guðlaug Edda hefur nýtt sér frábæra aðstöðu á Akranesi og í nágrenni til æfinga í fjölmörgum heimsóknum sínum á Akranes. Kærasti hennar er Skagamaðurinn Axel Máni sem er sonur Helenu Guttormsdóttur.
En hún deyr ekki ráðalaus við að halda sér í formi eins og sást í fréttum í síðustu viku þar sem hún synti í bílskúrnum heima hjá sér í sundlaug úr Costco.
„Akranes er einstakt æfingasvæði fyrir þríþraut sem byggir á hlaupi, hjólum og sundi, með þessa flottu stíga, einstakt hjólaumhverfi í þessu flata landslagi og sjósund við Langasand,“ segir Guðlaug Edda sem hljóp m.a. 20 km. og hjólaði 60 km. í og við Akranes á einni æfingu.