Allar líkur eru á því að íþróttamannvirkin á Akranesi verði opin í júní til þess að koma til móts við lengingu æfingatímabili íþróttafélaga ÍA. Venjan hefur verið að íþróttahúsin við Vesturgötu og Jaðarsbakka hafa lokað yfir sumarmánuðina.
Fjallað var um tillögu þess efnis á fundi Skóla – og frístundaráðs þann 7. apríl s.l.
Framkvæmdastjóri ÍA, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fór yfir stöðu einstakra íþróttafélaga á fundinum vegna þeirra stöðu sem nú er í samfélaginu vegna Covid-10 veirufaraldursins.
Í erindi framkvæmdastjórans kom fram til hvaða ráða félögin eru að grípa til þess að koma í veg fyrir brottfall iðkenda og að félögin verði fyrir alvarlegu fjárhagslegu tjóni.
Skóla- og frístundaráð taldi jákvætt að sé þess kostur að hægt verði að lengja æfingartímabilið og vísaði beiðninni í bæjarráð. Áætlaður kostnaður gæti verið í kringum 1,4 milljónir kr.