Eitt nýtt Covid-19 smit greint á Akranesi í gær


Eitt nýtt Covid-19 smit var greint á Vesturlandi í gær og var það á Akranesi. Alls hafa 40 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi og er smitið í gær það fyrsta frá fimmtudeginum 9. apríl.

Á Akranesi hafa því 12 Covid-19 smit verið greind og eru 15 í sóttkví á Akranesi. Mánudaginn 6. apríl voru 53 í sóttkví á Akranesi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að þrátt fyrir betra ástand á þessu sviði séu enn í gildi reglur um samkomubann. Tilkynningin er hér fyrir neðan.


Þó svo virðist að dregið hafi úr Covid smitum og umræða sé hafin um það hvernig verði slakað á höftum sem sett hafa verið er staðan alls ekki sú að á nokkurn hátt hafi verið dregið úr þeim ráðstöfunum sem hafa verið í gildi.
Reglur um samkomubann eru í fullu gildi sem og allar almennar varúrarráðstafanir.
Baráttunni við Covid er ekki lokið og mikilvægt að allir geri það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir smit.
Kveðja, Lögreglan á Vesturlandi

Hér fyrir neðan má sjá þróunina á Vesturlandi undanfarna daga.