Félagarnir á Gamla Kaupfélaginu eru ánægðir með viðbrögð Skagamanna


„Við erum bara brattir og erum að nýta tímann í fyrirhugaðar breytingar veitingasalnum á Gamla Kaupfélaginu,“ segir Valdimar Ingi Brynjarsson einn af eigendum Gamla Kaupfélagsins við Skagafréttir.

Samkomubann, fækkun ferðamanna og ýmsir aðrir þættir vegna Covid-19 veirunnar hafa sett veitingahús út um alla veröld í undarlega stöðu. Valdimar og félagar hans á GK hafa brugðist við ástandinu með ýmsum hætti og er hann ánægður með viðtökurnar hjá Skagamönnum.

„Það var mikið að gera í pöntunum fyrir Páskana þar sem við buðum upp á „veislupakka“ sem viðskiptavinir elduðu sjálf. Viðbrögðin voru ánægjuleg og einnig öll „kommentin“ sem við fengum í kjölfarið. Við ætlum að skoða það betur að bjóða upp á slíkt.“

Smelltu hér til að panta mat hjá Gamla Kaupfélaginu.

Valdimar segir að Skagamenn nær og fjær hafi tekið vel í heimsendingaþjónustuna og „take away“ á Gamla Kaupfélaginu.

„Það er mikil eftirspurn og um þessa helgi verðum við með „steikur“ og þriggja rétta matseðil til að taka með eða fá sent. Nautalund, trufflusmælki, bernaise. Það er bara hamingja í gangi hjá okkur alla daga þrátt fyrir allt,“ bætir Valdimar eldhress við.,


Smelltu hér til að panta mat hjá Gamla Kaupfélaginu.