Óbreytt staða á Covid-19 smitum á Vesturlandi


Ekkert nýtt Covid-19 smit var greint í gær á Vesturlandi. Alls hafa 40 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi.

Á Akranesi hafa því 12 Covid-19 smit verið greind og eru 13 í sóttkví á Akranesi.

Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á rúmri viku.

Aðeins þrú ný smit hafa verið greind frá því á sunnudeginum 5. apríl.


Hér fyrir neðan má sjá þróunina á Vesturlandi undanfarna daga.