Frábær bikarúrslitaleikur endursýndur á RÚV2 í kvöld


Karlalið ÍA í knattspyrnu er þriðja sigursælasta lið allra tíma í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi. Alls hefur liðið sigrað 9 sinnum í keppninni og síðast árið 2003. ÍA hefur alls leikið 18 úrslitaleiki í Bikarkeppni karla hjá KSÍ frá upphafi og 9 úrslitaleikir hafa því tapast.

Í kvöld verður einn af þessum úrslitaleikjum sýndur á RÚV 2. Það er leikur ÍA og Fram sem fram fór árið 1986. Útsendingin hefst kl. 20:55 á RÚV 2.

Á meðal leikmanna ÍA á þessum tíma má nefna: Birkir Kristinsson, Pétur Pétursson, Sigurður Lárusson, Heimir Guðmundsson, Sigurður B. Jónsson, Guðjón Þórðarson, Júlíus Pétur Ingólfsson, Guðbjörn Tryggvason, Sveinbjörn Hákonarson, Valgeir Barðason og Árni Sveinsson.