Skagamaðurinn eiturhressi, Ingi Björn Róbertsson, eða Iddi Biddi fer á kostum í innslögum sínum á útvarpsstöðinni K100.
Iddi Biddi er góður sögumaður eins og heyra og sjá má í þessu innslagi úr morgunþættinum „Ísland Vaknar“. Í þættinum er innkoma Idda Bidda kölluð, „tvær langar, ein stutt“ – og er þá átt við gamla upplifun af sveitasímunum svokölluðu.