„Þetta var eig­in­lega bara lífstíðarfang­elsi, þetta var dauðadóm­ur“ – segir Ingi Þór


Áskorun eru sjónvarpsþættir sem Skagamaðurinn Gunnlaugur Jónsson stýrir og eru þættirnir sýndir á Sjónvarp Símans. Óhætt er að segja að fyrsti þátturinn af alls fimm hafi vakið athygli og fengið góða dóma.

Gunnlaugur beinir kastljósinu að öðrum Skagamanni í öðrum þætti sem sýndur verður á fimmtudaginn, eða Sumardaginn fyrsta.

Þar er rætt við Inga Þór Jónsson, sem var á sínum tíma í fremstu röð í sundíþróttinni, hér á landi og í alþjóðlegum samanburði.

Ingi Þór rifjar upp þær áskoranir sem hann stóð frammi fyr­ir sem sam­kyn­hneigður íþróttamaður á sín­um tíma.

„Sko á þess­um tíma þegar maður er að breyt­ast, þrosk­ast, það er eitt­hvað þarna sem að seg­ir mér strax að þetta er eitt­hvað sem ekki er talað um,” seg­ir Ingi Þór.

Á þeim tíma voru ekki til nein­ar fyr­ir­mynd­ir en Ingi Þór seg­ir frá viðtali við Hörð Torfa­son í Samú­el, sem hann stalst til að lesa mörg­um árum síðar, þegar eng­inn sá til. Hörður var hans fyrsta fyr­ir­mynd. Hann held­ur svo áfram að tala um áhrif þess að vera ungur sam­kyn­hneigður maður á Akranesi á þessum tíma.

„Þetta var eig­in­lega bara lífstíðarfang­elsi, þetta var dauðadóm­ur. Lík­am­lega út­rás­in, ég fæ hana í sund­inu. Ég gat alltaf haldið þessu niðri, haldið þessu frá,” seg­ir Ingi Þór og dæs­ir.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum sem sýndur verður á fimmtudaginn.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/15/ingi-thor-fekk-bestu-jolagjofina-sem-hann-gat-oskad-ser/