Helga Ingibjörg og Birgir fóru á kostum á ÍATV – „Ég er kominn heim“


Snillingarnir á ÍATV leysa vandamálin sem fylgja samkomubanni og skorti á íþróttaviðburðum á undarlegum tímum Covid-19 með glæsibrag.

Í kvöld var Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir í heimsókn þar sem að rætt var um allt á milli himins og jarðar. Helga Ingibjörg er ekki aðeins söngkona í fremstu röð – hún stundar einnig líkamsrækt af krafti og lék með ÍA í knatttspyrnu.

Helga Ingibjörg og Birgir Þórisson fluttu lagið „Ég er kominn heim“ í þættinum og hér má sjá þeirra útgáfu sem er stórglæsileg.