Líf og fjör í Akraneshöfn – góður afli hjá færa – og línubátum í veðurblíðunni


Akraneshöfn iðaði af lífi í gær og um tíma var bið við löndunarkranana á gömlu Akraborgarbryggjunni.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta voru á bilinu 15-20 línu – og færabátar við veiðar í veðurblíðunni í gær.

Færabátarnir voru flestir við veiðar í Hvalfirði til móts við Hvalfjarðargöngin eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Eins og sjá má á myndunum sem Valentínus Ólason starfsmaður Faxaflóahafna og Þorvaldur Guðmundsson, fyrrum skipstjóri á Akraborginni, birtu á fésbókinni var nóg um að vera þegar mest lét við Akraborgarbryggjuna í gær.

Aflabrögð voru mjög góð og segir Þorvaldur í færslu á fésbókinni að færabátarnir hafi fengið allt að 2 tonn og línubátarnir voru með á bilinu 5-10 tonna afla.

Tveir grásleppubátar lönduðu einnig í gær en grásleppuvertíðin er einnig byrjuð.

Það verður enn meira um að vera í Akraneshöfn frá og með 4. maí þegar strandveiðitímabilið hefst.

Mynd Valentínus Ólason.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd: Þorvaldur Guðmundsson.
Mynd Valentínus Ólason.
Mynd Valentínus Ólason.
Mynd Valentínus Ólason.
Mynd Valentínus Ólason.