Ekkert nýtt smit var greint í gær af Covid-19 veirunni á öllu Íslandi. Staðan er því óbreytt á Vesturlandi líkt og á fimmtudaginn.
Alls hafa 41 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi og eru aðeins 13 í sóttkví á Vesturlandi og þrír þeirra eru á Akranesi.
Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á undanförnum vikum.