Akraneskaupstaður mun á næstu vikum og mánuðum gera ýmsar ráðstafanir í aðgerðum sínum vegna Covid-19.
Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að veita 38 milljónum kr. í ýmis verkefni þessu tengt. Og verður formlega gengið frá þessu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Á meðal verkefna sem fá styrk má nefna heilsuefling íbúa sem felst í fjárhagslegum stuðningi sem hægt verður að nýta hjá t.d. íþróttafélögum, Íþrótta – og tómstundastarf barna fær styrk ásamt menningar – og nýsköpunarverkefnum.
Eftirfarandi verkefni voru samþykkt á fundi bæjarráðs.
4,5 milljónir kr.
Aukið fjármagn i sjóð tómstunda- og íþróttafélaga til að halda uppi öflugu félags-, tómstunda og íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Samtals kr. 4.500.000.
15 milljónir kr.
Fjármagn til heilsueflingar íbúa Akraness 18 ára og eldri (kr. 5.000 hreyfiseðill á hvern íbúa). Samtals kr. 15.000.0000. Um er ræða „íþróttastyrk“ sem íbúar geta notað t.d. hjá íþróttafélögum.
3 milljónir kr.
Aukið fjármagn til viðburðarhalds í menningarmálum. Samtals kr. 3.000.000.
1,5 milljónir kr.
Aukið fjármagn i styrktarsjóð menningarmála. Samtals kr. 1.500.000.
4 milljónir kr.
Fjármagn til sérstaks markaðsátaks á Akranesi. Samtals kr. 4.000.000.
10 milljónir kr.
Fjármagn til nýsköpunar og tækni í innleiðingu rafrænnar þjónustu hjá Akraneskaupstað og opnað fyrir aðkomu frumkvöðla til nýsköpunar. Samtals kr. 10.000.000.