Skagamenn byrja gegn KA á heimavelli – beinar útsendingar í aðalhlutverki


Karlalið ÍA í knattspyrnu mun líklega leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í PepsiMax deildinni 2020 sunnudaginn 14. júní.

Þetta kom fram í útvarpsþættinum fotbolti.net sem má nálgast hér.

Knattspyrnusambandið hefur lagt til að 1. umferð PepsiMax-deildar karla hefjist laugardaginn 13. júní með leik Vals og Íslandsmeistaraliðs KR.

Fyrsta umferðin mun fara fram á þremur dögum og verður leikjunum dreift með þeim hætti að engir tveir leikir verði á sama tíma.

Á sunnudeginum 14. júní verða fjórir leikir í sannkölluðu PepsiMax maraþoni.

13:30 / HK – FH,
15:45 / ÍA – KA
18:00 / Víkingur – Fjölnir
20:15 / Breiðablik – Grótta

Lokaleikur 1. umferðar verður mánudagskvöldið 15. júní þar sem að Stjarnan og Fylkir eigast við.