Góð aflabrögð hjá Bjarna Ólafssyni AK 70


Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni AK 70 eru á kolmunnaveiðum suður af Færeyjum.

Aflabrögð eru góð hjá þeim eins og sjá má á þessu myndbandi sem tekið var einni hífingu. Þar má sjá áhöfnina „reima“ pokann af trollinu en pokinn er síðan tekinn inn að síðu togarans. Pokinn er síðan tekinn í gegnum „triplex“ eins og nótin og reimaður aftur á.

„Fylltum í fjórum holum, lífið er fiskur,“ í færslu á fésbókarsíðu Bjarna Ólafssonar.

Bjarni Ólafsson hafði fyrir þessa veiðiferð landað fjórum sinnum og komið með rétt um 6500 tonn af kolmunna til hafnar.

Víkingur AK hefur einnig aflað vel á kolmunnaveiðum. Skipið hefur komið fimm sinnum til löndunar og er með afla upp á 7.677 tonn.