Nýjustu upplýsingar um Covid-19 smit á Vesturlandi – laugardaginn 2. maí


Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu upplýsingar varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi.

Engar breytingar eru varðandi smit og hefur ekkert nýtt smit verið greint á Vesturlandi frá því á þriðjudaginn í síðustu viku.

Alls hafa 41 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi Aðeins 9 eru í sóttkví á Vesturlandi og 2 þeirra eru á Akranesi.

Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á undanförnum vikum.