Covid-19 smit greint á Vesturlandi í gær – á þriðja tug í sóttkví


Eitt Covid-19 smit var greint í gær á Íslandi og kom það upp á Vesturlandi.

Samkvæmt frétt á skessuhorn.is er sá sem smitaðist nemandi á unglingastigi í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Samnemendur hans og kennarar á unglingastigi verða því í sóttkví næstu tvær vikurnar.

Alls eru 24 í sóttkví á Vesturlandi samkvæmt Covid19.is.

Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á undanförnum vikum.