Mikil umferð hefur verið á Garðavelli frá því að völlurinn opnaði með formlegum hætti þann 1. maí.
Guðmundur Sigurjónsson, Þórólfur Ævar Sigurðsson, Kristinn J. Hjartarson og Inga Hrönn Óttarsdóttir voru þau fyrstu sem hófu leik á vellinum eftir opnun 2020.
Frá vinstri: Guðmundur, Þórólfur Ævar, Kristinn og Inga Hrönn.
Þau slógu fyrstu höggin kl. 8 að morgni 1. maí og fengu þau glaðning frá Golfklúbbnum Leyni á þessum tímamótum að golftímabilið væri formlega hafið á Akranesi.
Undanfarna tvo daga hafa nánast allir rástímar verið bókaðir á Garðavelli og kemur völlurinn vel undan vetri.