Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu upplýsingar varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi.
Alls hafa 42 Covid-19 smit verið greind á Vesturlandi og eru alls 44 í sóttkví á Vesturlandi.
Á Akranesi eru 31 í sóttkví og hafa 13 smit verið greind.
Alls 29 einstaklingar fóru í sóttkví í fyrrdag eftir að eitt smit var greint í Heiðarskóla Í Hvalfjarðarsveit.
Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan hefur ásatandið lagast mikið á Vesturlandi á undanförnum vikum.