Það ríkir óvissa um rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík vegna Covid-19 faraldursins.
Tjaldsvæðið þykir eitt það áhugaverðasta á landinu með glæsilegt útsýni m.a. yfir Faxaflóa og Snæfellsnes.
Bæjarráð fjallaði á síðasta fundi sínum um beiðni rekstraraðila tjaldsvæðisins þess efnis að „frysta“ samninginn í ljósi Covid-19 ástandsins.
Bæjarráð samþykkti beiðni rekstraraðilans um að engar leigugreiðslur verði innheimtar í sumar.
Í fundargerðinni kemur fram að í byrjun september verði farið yfir rekstur tjaldsvæðisins í samvinnu við rekstraraðila og áhrif Covid-19 faraldursins metin í kjölfarið.