Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn.
Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2020.
Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní.
Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru um bæjarlistamann, en reglurnar má sjá hér.
Frestur til að skila inn tillögu er til og með 24. maí næstkomandi.
Eftirtaldir listamenn hafa fengið titilinn bæjarlistamaður Akraness:
2019: Bjarni Skúli Ketilsson, myndlistamaður
2018: Eðvarð Lárusson, tónlistamaður.
2017: Kolbrún S. Kjarval leirlistakona
2016: Slitnir strengir, þjóðlagasveit
2015: Gyða L. Jónsdóttir Wells myndhöggvari
2014: Erna Hafnes myndlistakona
2013: Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur
2012: Sveinn Arnar Sæmundsson orgelleikari
2011: Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona
2010: Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður
2005-2009: Friðþjófur Helgason ljósmyndari (eitt kjörtímabil)
2004: Bragi Þórðarson bókaútgefandi og rithöfundur
2003: Enginn hlaut nafnbótina þetta árið en menningarmála- og safnanefnd ákvað að nýta starfsstyrk fyrir menningarviku í október (fyrstu Vökudagarnir)
2002: Kristján Kristjánsson rithöfundur og bókaútgefandi
2001: Smári Vífilsson tenórsöngvari
1999-2000: Enginn hlaut nafnbótina þessi ár en starfslaun bæjarlistamanna var varið til að styrkja listamenn á Akranesi sem gerðu listaverk tengd viðfangsefninu Sjávarlist
1998: Kristín Steinsdóttir rithöfundur
1997: Bjarni Þór Bjarnason myndlistarmaður
1996: Philippe Ricart handverksmaður
1994-1995: Guttormur Jónsson högglistamaður
1993: Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður
1992: Hreinn Elíasson myndlistarmaður