Sólarglæta fyrir námsfólk í atvinnuleit – 20 störf auglýst hjá Akraneskaupstað


Akraneskaupstaður fékk nýverið 35 störfum úthlutað í sérstöku sumarátaksverkefni fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

Ríkisstjórn Íslands stendur að þessu verkefni en samtals voru 1000 störfum úthlutað til sveitarfélaga.

Markmiðið er að fjölga tímabundið störfum fyrir þennan markhóp þar sem þau eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta.

Í dag auglýsti Akraneskaupstaður alls 20 störf laus til umsóknar. Í nokkrum störfum er ráðið fleiri en einn til starfa.

Um er að ræða ný störf, í þeim skilningi að þau eru umfram áætluð sumarstörf kaupstaðarins.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.


Menningar- og safnamál
Þróun safnfræðslu

Velferðar- og mannréttindasvið
Endurhæfingarhúsið Hver – fjölbreytt verkefni
Skrifstofa velferðar- og mannréttindasviðs
Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Búsetuþjónusta fatlaðra
Félagsstarf aldraða
Stuðnings- og stoðþjónusta
Sértækt úrræði barnaverndar

Skóla- og frístundasvið
Greining á stöðu og tækifærum vegna innleiðingu á heilsueflandi og barnvænu samfélagi
Frístundastarf, leikjanámskeið og liðveisla barna
Guðlaug – heit laug við Langasand
Leikskólar á Akranesi

Skipulags- og umhverfissvið
Aðstoð við byggingarfulltrúa
Aðstoð á skipulags- og umhverfissviði
Mælingarverkefni (hraðmælingar og úrvinnsla)
Umhirða og viðhald á fasteignum sveitarfélagsins
Mótun, umhirða og viðhald opinna svæða

Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Innleiðing verkefnis á sviði nýsköpunar og þróunar
Efling stafrænnar þjónustu sveitarfélagsins
Mannauðsmál (starfsmannahandbók og innri vefur)