Eins og áður hefur komið fram eru forráðamenn Knattspyrnufélagsins Kára á Akranesi í þjálfaraleit. Karlalið félagsins leikur í þriðju efstu deild, 2. deild, á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Jón Aðalsteinn Kristjánsson lét af störfum í síðasta mánuði, en hann tók við þjálfun liðsins í byrjun nóvember s.l.
Þjálfarastaðan var auglýst nýverið og alls sóttu átta þjálfarar um stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kára.
Margar mjög áhugaverðar umsóknir bárust, en farið verður í það strax á næstu dögum að finna hentugan þjálfara fyrir félagið. Vonandi verður niðurstaðan frábær fyrir félagið, en félagið er mjög vel mannað í ár og þarf aðeins góðan þjálfara til að fullkomna hópinn fyrir komandi átök. Áfram Kári!