Ninja syngur fyrir Arnardal í Söngkeppni Samfés – hér getur þú hlustað á lagið og kosið


Ninja Sigmundsdóttir tekur þátt í Söngkeppni Samfés fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi.

Keppnin fer fram með óvenjulegum hætti að þessu sinni. Öll atriði keppninnar eru sýnd á vef RÚV og fer kosningin einnig fram á netinu.

Ninja syngur lagið I’d Rather Go Blind sem var upprunalega flutt af Ettu James.

Flutningur Ninju hefur vakið athygli en hægt er að horfa og hlusta á atriði hennar hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að horfa og hlusta.

Söngkeppni Samfés 2020 fer fram á www.ungruv.is.

Unglingar af öllu landinu hafa tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og er nú búið að velja 30 atriði sem keppa í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020.

Dómnefnd velur sigurvegara Söngkeppni Samfés 2020 sem og annað og þriðja sæti. Einnig verður netkosning um titilinn “Rödd fólksins 2020“ sem verður aðgengileg á UngRUV.is til 25. maí

Úrslit Söngkeppni Samfés 2020 og „Rödd fólksins“ verða tilkynnt á ungruv.is mánudaginn 25. maí klukkan 20:00