Hreyfivika UMFÍ og ÍA hefst með formlegum hætti í dag


Í þessari viku verður boðið upp á fjölbreytta viðburði í tengslum við Hreyfivikuna sem UMFÍ stendur að.

Íþróttabandalag Akraness tekur þátt í þessu verkefni með ýmsum viðburðum.

Í tilkynningu frá ÍA eru Skagamenn hvattir til þess að taka þátt í þeim viðburðum sem verða í boði Hreyfivikunni 2020.

Verkefnið er einnig í gangi í öðrum sveitarfélögum. Hreyfivikan er þess eðlis að það má taka þátt í viðburðum út um allt land.

Smelltu hér fyrir dagskrá Hreyfivikunnar.

UMFÍ og ÍA hvetja Skagamenn og landsmenn alla til þess að finna sína uppáhaldshreyfingu. Á Instagram verður notað myllumerkið #mínhreyfing til að deila upplifun úr Hreyfiviku.

Dregið verður úr innsendum myndum og eru gjafir frá Farm Hotel Efstadal í verðlaun.