Jói P og Króli klifu Akrafjallið – ánægðir með upplifunina á Háahnúk


Jói P og Króli voru á meðal þerra sem fóru í fjallgöngu með útivistarþættinum Úti og sprengdu sig næstum því á leiðinni upp á Háahnúk á Akrafjalli.

Tónlistarmennirnir eru á meðal þeirra allra þekktustu á Íslandi og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.

Akrafjallið og umhverfið við fjallið kom þeim skemmtilega á óvart eins og sjá má í þessu innslagi frá RÚV.

Ökuferðin: Ekið er frá Reykjavík eftir vesturlandsvegi og farið um Hvalfjarðargöng. Þegar komið er upp úr göngunum er haldið í átt að Akranesi og síðan afleggjara að bílastæði undir fjallinu (sjá kort) þar sem gangan hefst.

Gangan: Hægt er að velja á milli þess að ganga á Geirmundartind 643m. eða Háahnúk 555 m. en einnig er hægt að ganga hring á fjallinu.

Heildargöngutími: Ganga á Geirmundartind eða Háahnúk tekur um 2-3 tímar í heildina. Ef genginn er hringur á fjallinu tekur sú ganga 4-6 tíma.

Hæðarhækkun: 583 metrar (Geirmundartindur)