Ritari ehf og Stay West halda áfram stuðningi sínum við KFÍA


Það fjölgar í hópi samstarfsaðila Knattspyrnufélags ÍA. Nýverið gerði félagið þriggja ára samstarfssamning við fyrirtækið Ritara ehf.

Þá fylgir samningnum samkomulag um gistingu hjá StayWest sem er gistiþjónusta í eigu sömu aðila.

Ritari býður upp á símsvörunarþjónustu fyrir fyrirtæki, netspjall á vefsvæði, vöktun á samfélagsmiðlum, almenna ritaraþjónustu, bókhaldsþjónustu og ráðgjöf í flestu sem tengist því að reka fyrirtæki.

Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri ÍA og Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Ritara undirrituðu samninginn á dögunum í húsakynnum Ritara ehf við Esjubraut.