Íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi fá úthlutað 20 milljónum kr. á næstunni en um er að ræða árlega úthlutun frá Akraneskaupstað.
Skóla – og frístundaráð hafði áður samþykkt þessa úthlutun og í gær var hún afgreidd úr bæjarráði.

Skóla- og frístundaráð samþykkir úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga og vísar afgreiðslu í bæjarráð.
Heildarfjárhæð úthlutunarinnar er 20,0 mkr. og skiptist með eftirfarandi hætti:
Knattspyrnufélag ÍA | 5,648,231 |
Fimleikafélag Akraness | 3,744,633 |
Sundfélag Akraness | 2,031,993 |
Golfklúbburinn Leynir | 1,373,462 |
Björgunarfélag Akraness | 1,015,208 |
Körfuknattleiksfélag Akraness | 1,003,389 |
Badmintonfélag Akraness | 739,955 |
Hestamannafélagið Dreyri | 735,651 |
Vélhjólaíþróttafélag Akraness | 730,592 |
Klifurfélagið | 551,097 |
Karatefélag Akranes | 514,387 |
Keilufélag Akraness | 397,982 |
Skátafélag Akraness | 348,901 |
Hnefaleikafélagið | 328,482 |
Sigurfari Sjósportsfélag | 321,354 |
Knattspyrnufélagið Kári | 268,610 |
Þjótur | 247,074 |