Hvaða félög fengu hæstu upphæðina í árlegri úthlutun til íþrótta – og tómstundafélaga?


Íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi fá úthlutað 20 milljónum kr. á næstunni en um er að ræða árlega úthlutun frá Akraneskaupstað.

Skóla – og frístundaráð hafði áður samþykkt þessa úthlutun og í gær var hún afgreidd úr bæjarráði.

Skóla- og frístundaráð samþykkir úthlutun styrkja til íþrótta- og tómstundafélaga og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

Heildarfjárhæð úthlutunarinnar er 20,0 mkr. og skiptist með eftirfarandi hætti:

Knattspyrnufélag ÍA5,648,231
Fimleikafélag Akraness3,744,633
Sundfélag Akraness2,031,993
Golfklúbburinn Leynir1,373,462
Björgunarfélag Akraness1,015,208
Körfuknattleiksfélag Akraness1,003,389
Badmintonfélag Akraness739,955
Hestamannafélagið Dreyri735,651
Vélhjólaíþróttafélag Akraness730,592
Klifurfélagið551,097
Karatefélag Akranes514,387
Keilufélag Akraness397,982
Skátafélag Akraness348,901
Hnefaleikafélagið328,482
Sigurfari Sjósportsfélag321,354
Knattspyrnufélagið Kári268,610
Þjótur247,074