Kvennalið ÍA sem leikur i næst efstu deild Íslandsmótsins lék í kvöld æfingaleik á Norðurálsvelli á Akranesi gegn Grindavík.
Leikurinn fór fram við frekar erfiðar aðstæður. Vindurinn var í aðalhlutverki og það rigndi af og til. Leikmenn beggja liða nýttu leikinn til þess að slípa sóknarleikinn. ÍA hafði betur, 4-2, en öll mörkin voru skoruð á sama markið.
ÍATV sýndi frá leiknum og má sjá samantekt frá frábærum sjálfboðaliðum félagsins hér fyrir neðan.