Jóhanna Ingisól fékk viðurkenningu fyrir námsárangur á stúdentsprófi


Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur á stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á vorönn 2020. Alls voru 65 nemendur brautskráðir frá FVA, föstudaginn 29. maí. Frá þessu er greint á vef FVA.

Nánar má lesa um brautskráninguna á vef FVA hér:

 • Amalía Sif Jessen fyrir ágætan árangur í ensku, dönsku og sögu (FVA), fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Terra umhverfisþjónusta) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Andrea Dís Elmarsdóttir fyrir ágætan árangur árangur í spænsku (FVA).
 • Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Danska Sendiráðið).
 • Brynhildur Traustadóttir fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðafélagið), fyrir ágætan árangur í afreksíþróttum (FVA) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Erika Bjarkadóttir fyrir ágætan árangur í tungumálum (FVA).
 • Erla Signý Lúðvíksdóttir fyrir ágætan árangur í málmiðgreinum (Akraborg).
 • Erna Björk Markúsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar (Apótek Vesturlands).
 • Eyrún Sigþórsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), ágætan árangur í stærðfræði (Norðurál) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Freyja María Sigurjónsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Guðmundur Þór Hannesson fyrir ágætan árangur í tungumálum (FVA), ágætan árangur í ensku (FVA), ágætan árangur í viðskiptagreinum (Landsbankinn) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Hrönn Eyjólfsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), ágætan árangur í líffræði (Soroptomistar), ágætan árangur í stærðfræði  (VS Tölvuþjónustan) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Einnig hlaut Hrönn viðurkenningu úr verðlaunasjóði Guðmundar P Bjarnasonar frá Sýruparti Akranesi fyrir ágætan árangur í raungreinum.
 • Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir fyrir ágætan árangur í tungumálum, ensku og þýsku (FVA), fyrir ágætan árangur í sögu (FVA) og fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Terra umhverfisþjónusta).
 • Marín Birta Sveinbjörnsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), fyrir ágætan árangur í ensku (Penninn Eymundsson), fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélagið) og fyrir ágætan árangur í íslensku (FVA)
 • Maron Snær Harðarson fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Oddný Guðmundsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Ólafur Þór Pétursson fyrir ágætan árangur í málmiðgreinum (Meitill og GT tækni).
 • Regína Ösp Ásgeirsdóttir hlaut hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms frá Zontaklúbbi Borgarfjarðar.
 • Sóley Brynjarsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson) og fyrir almenna kurteisi, jákvæðni og að vera góð fyrirmynd (Minningarsjóður Lovísu Hrundar).
 • Thelma Rakel Ottesen fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).     
 • Ylfa Claxton fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), fyrir ágætan árangur í efnafræði (Elkem), fyrir ágætan árangur í íslensku (FVA) og fyrir góðan árangur í raungreinum (Háskólinn í Reykjavík).

Guðmundur Þór Hannesson og Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað fyrir góðan námsárangur. Bára Daðadóttir, form. skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar, afhenti þeim styrkinn. Ljósmynd/FVA.

Í lok athafnar ávarpaði Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari, útskriftarnemendur, þakkaði þeim fyrir samfylgdina og góð kynni og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Lauk athöfninni svo á því að viðstaddir risu úr sætum og sungu Nú er sumar, sem er erlent lag við ljóð Steingríms Thorsteinssonar.

Fleiri myndir er að finna á Facebook-síðu FVA.