Garðar Gunnlaugsson í raðir Kára


Stórar fréttir úr herbúðum Knattspyrnufélagsins Kára berast á hverjum degi þessa dagana.

Í gær var greint frá því að Gunnar Einarsson tekur við liðinu sem þjálfari.

Og í dag var greint frá því að hinn þaulreyndi framherji Garðar Bergmann Gunnlaugsson hafi gengið í raðir Kára.

Garðar, sem er 36 ára, var í herbúðum Vals á síðustu leiktíð en hann lék lengi með ÍA og var m.a. markahæsti leikmaður efstu deildar árið 2016.

Garðar hefur leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, Búlgaríu, Austurríki og Þýskalandi.

Kári leikur í þriðju efstu deild eða 2. deild og verður spennandi að fylgjast með liðinu á Íslandsmótinu 2020.