Elsa Halldórsdóttir, íbúi á Akranesi, er heldur betur ánægð með ungmennin sem sjá um umhirðu í kirkjugarðinum á Akranesi. Þetta kemur fram í færslu Elsu á fésbókinni. Elsa segir að vinnuflokkurinn sem sér um umhirðu garðsins sé í hæsta gæðaflokki líkt og fyrir ári síðan.
„Við eigum frábært ungt fólk og fyrir það ber okkur að þakka.Við erum oft dugleg að gagnrýna það sem miður fer en ekki jafn dugleg að hrósa því sem vel er gert,“ segir Elsa m.a. í pistlinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan