ÍA fær áhugaverða viðureign í 32-liða úrslitum Mjólkubikarkeppninnar í knattspyrnu karla.
Kórdrengir, sem leikur í 2. deild, fá þriðja sigursælasta lið allra tíma í bikarkeppninni í heimsókn. Með Kórdrengjum spila m.a. fyrrum leikmenn úr ÍA og Kára, bræðurnir Hákon Ingi og Páll Sindri Einarssynir, og Arnleifur Hjörleifsson sem varð m.a. Íslandsmeistari með 2. flokki ÍA.
Karlalið ÍA í knattspyrnu er þriðja sigursælasta lið allra tíma í Bikarkeppni KSÍ frá upphafi.
Alls hefur liðið sigrað 9 sinnum í keppninni og síðast árið 2003. ÍA hefur alls leikið 18 úrslitaleiki í Bikarkeppni karla hjá KSÍ frá upphafi og 9 úrslitaleikir hafa því tapast.