Karlalið ÍA byrjaði með látum í 1. umferð PepsiMax-deildar karla í knattspyrnu í dag þegar lið KA frá Akureyri kom í heimsókn á Norðurálsvöll.
Góð mæting var á leikinn sem fór fram við nokkuð krefjandi aðstæður. Töluverður vindur þvert á völlinn sem hafði áhrif á gæði leiksins.
KA komst yfir í fyrri hálfleik en Stefán Teitur Þórðarson jafnaði metin fyrir ÍA í fyrri hálfleik. Stefán Teitur bætti við öðru marki í síðari hálfleik með sannkölluðu þrumuskoti langt utan af velli. Tryggvi Hrafn Haraldsson bætti við þriðja markinu og gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu.
Skagafréttir voru á svæðinu og hér eru myndir úr leiknum frá því í dag.