Sundfélagið á sterkt bakland – Vel heppnaðir Sumarleikar Akraness í Jaðarsbakkalaug


Það var mikið um að vera í Jaðarsbakkalaug um síðustu helgi þegar Sumarleikar Akraness fóru fram. Mótið hefur á undanförum árum skipað sér í sess sem stór viðburður í keppnidagatali yngri sundmanna á landsvísu.

Vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 var mótið haldið með aðeins öðrum hætti en gert á „Akranesleikunum“ sem fara yfirleitt fram í lok maí eða byrjun júní ár hvert.

Alls tóku 353 keppendur þátt frá 15 félögum víðsvegar af landinu. Margir náðu góðum árangri og lágmörkum inn á Aldursflokkameistaramótið (AMÍ) og Íslandsmeistaramótið.

Í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness kemur fram að félagið eigi góða að og baklandið sé sterkt þegar kemur að slíkum viðburðum.

Nánar á vef Sundfélags Akraness.