Breyttur opnunartími hjá Skagafiski í júní og júlí

Fiskverslunin Skagafiskur hefur fengið góðar viðtökur hjá Skagamönnum nær og fjær eins og fram hefur komið á skagafrettir.is.

Skagafiskur er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir standa í brúnni ásamt syni sínum Björgvini Inga .

Á næstu vikum verður breyttur opnunartími í fiskversluninni. Opið er frá kl. 11-18 frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudögum verður lokað í júní og júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafiski.

Hér fyrir neðan má lesa viðtal sem tekið var við Pétur þegar Skagafiskur opnaði fyrr á þessu ári.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/03/03/thad-er-buid-ad-vera-brjalad-gera-skagafiskur-slaer-i-gegn-hja-skagamonnum/