Íþróttabandalag Akraness hélt á dögunum ársþing og fór það fram í Tónbergi.
Marella Steinsdóttir, formaður Íþróttabandalags Akraness, flutti skýrslu stjórnar sem má lesa í heild sinni með því að smella hér eða á myndina hér fyrir neðan.
Rekstrar- og vaxtatekjur námu ríflega 45,5 milljónum króna og rekstrargjöld tæplega 46,9 milljónum og var tap af rekstri ársins að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum rúmleg 1,3 milljón. Það að ganga örlítið á höfuðstól ÍA var samkvæmt áætlun en framlög til aðildarfélaga voru enn hækkuð milli ára og námu nú um 21,5 milljónum króna. Helstu tekjuliðir voru sem fyrr rekstur þrekaðstöðu og útleigu sem stendur
undir tæplega helmingi tekna ÍA. Eigið fé Íþróttabandalagsins er ríflega 74
milljónir króna í árslok 2019 og hækkar talsvert milli ára, aðallega vegna hækkaðsfasteignamats. Stærstu eignir ÍA eru peningalegar eignir og eignarhlutur í Íþróttamiðstöðinni
á Jaðarsbökkum
Töluverðar breytingar eru í stjórn ÍA. Dýrfinna Torfadóttir, Tjörvi Guðjónsson og Svava Huld Þórðardóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Hallbera Jóhannesdóttir gaf ekki kost á sér til setu í varastjórn.
Gísli Karlsson var valinn í aðalstjórn en hann hafði áður verið í varastjórn en auk hans taka Hrönn Ríkharðsdóttir og Líf Lárusdóttir sæti í aðalstjórn. Ný í varastjórn voru kjörin þau Erla Lárusdóttir og Trausti Gylfason. Marella Steinsdóttir var endurkjörinn formaður og Hörður Ó Helgason, varaformaður.
Íþróttabandalag Akraness veitti tólf einstaklingum Bandalagsmerki ÍA fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi.
Þau sem heiðruð voru eru eftirtalin: Ása Hólmarsdóttir, Brandur Sigurjónsson, Brynjar Sigurðsson, Haraldur Ingólfsson, Hjördís Hjartardóttir, Ingunn Ríkharðsdóttir, Ólafur Ingi Guðmundsson, Óskar Arnórsson, Steindóra Steinsdóttir, Svava Hrund Guðjónsdóttir, Þóranna Halldórsdóttir og Þórður Elíasson.
Varaforseti ÍSÍ, Hafsteinn Pálsson, mætti á ársþingið fyrir hönd ÍSÍ. Hann bar fyrir kveðjur stjórnar ÍSÍ. Hann veitti ÍA viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ en sú viðurkenning er veitt fyrir fyrirmyndarstarf íþróttahéraða.
Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ tók einnig til máls og bauð ÍA velkomið í UMFÍ fjölskylduna. Hún tók fram að það að fá ÍA í lið með UMFÍ verði til framdráttar fyrir báða aðila.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness bar fyrir kveðju bæjarstjórnar og fór m.a. yfir framkvæmdir á íþróttamannvirkjum bæjarins sem nú standa yfir og það sem væri framundan í þeim efnum. Sævar Freyr ræddi einnig um samstarf íþróttahreyfingarinnar og sveitarfélagsins varðandi greiningu á stöðu málaflokksins á Akranesi. Í því samandi ræddi Sævar þá vinnu sem starfshópur skipaður fulltrúum Akraneskaupstaðar og ÍA hefur unnið á liðnum vetri um fjárhagsstuðning Akraneskaupstaðar til handa ÍA. Sævar sagðist að niðurstaða þeirrar vinnu myndi liggja fyrir innan skamms.
Forsvarsmenn nokkurra íþróttafélaga tóku einnig til máls um ýmis málefni sem tengjast íþróttahreyfingunni en almennt voru fundarmenn bjartsýnir á framhaldið núna þegar sér til sólar eftir erfiðan vetur.