Íslandsmeistaralið ÍA í 2. flokki karla í knattspyrnu heldur áfram að sýna styrk sinn gegn mótherjum sínum. ÍA hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum udnanfarin tvö ár og keppir í Meistaradeild ungmennaliða í haust á vegum UEFA.
ÍA hefur sigrað í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en liðið er einnig skipað leikmönnum sem eru gjaldgengir í Kára og lið Skallagríms úr Borgarnesi.
ÍA/Kári/Skallagrímur sigraði Víking úr Reykjavík í kvöld við frábærar aðstæður á Akranesvelli, 5:0. Í fyrstu umferð landaði ÍA/Kári/Skallagrímur 3-2 sigri gegn liði KA/Dalvík/Reynir.
Skagafréttir voru á Akranesvelli í kvöld og hér má sjá myndasyrpu úr leiknum.