Jakob Svavar sigraði í Meistaradeildinni í hestaíþróttum


Jakob Svavar Sigurðsson úr hestamannafélaginu Dreyra sigraði í Meistaradeildinni í hestaíþróttum 2020. Þetta er annað árið í röð sem Skagamaðurinn sigrar á þessu stóra móti.

Þetta kemur fra á vef Eiðfaxa.

Jakob Svavar var kjörinn íþróttamaður Akraness fyrir árið 2019 og var það í annað sinn sem hann er efstur í því kjöri.

Keppnin var æsispennandi en keppnistímabilið var að mörgu leyti erfitt fyrir keppendur vegna Covid-19 takmarkana.

Jakob var í góðri stöðu fyrir lokakvöldið en hann fékk alls 48,5 stig.

Árangur hans var eftirfarandi á mótunum í vetur:

Fjórgangur: 1.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

Slaktaumatölt: 5.sæti – Vallarsól frá Völlum

Fimmgangur: 1.sæti – Skýr frá Skálakoti

Gæðingafimi: 4.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

Gæðingaskeið: 10.sæti – Nökkvi frá Syðra-Skörðugili

Flugskeið: 6.sæti – Jarl frá Kílhrauni

Tölt: 4.-5.sæti – Hálfmáni frá Steinsholti

Eins og áður segir er þetta annað árið í röð sem Jakob stendur uppi sem sigurvegari í Meistaradeildinni. Í öðru sæti var Viðar Ingólfsson með 35 stig og í því þriðja var Konráð Valur Sveinsson með 28 stig.

Jakob Svavar Sigurðsson. Mynd/meistaradeild.is

Hér er hægt að sjá heildarniðurstöður úr einstaklingskeppninni

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/01/06/ithrottamadur-akraness-2019-er-jakob-svavar/