Akratorg vaknar til lífsins á ný – nýtt kaffihús í deiglunni?


Frá því í nóvember á síðasta ári hefur veitingarými við Akratorg staðið autt eftir að rekstri Skagakaffis var hætt.

Að undanförnu hafa iðnaðarmenn verið við störf í rýminu.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta stendur til að opna þar nýjan stað – þar sem að ís og kaffi verða í stóru hlutverki.

Þessar fregnir ættu að gleðja Akurnesinga og gesti bæjarsins.

Frá árinu 2016 hafa ýmsir aðilar rekið kaffihús í þessu rými sem er við besta stað í hjarta bæjarins.

Eins og áður segir hefur ekki verið slíkur rekstur frá því í nóvember á síðasta ári.

Og fyrir þá sem vilja kynna sér orðasambandið deigla – smellið hér.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/11/25/skagakaffi-vid-akratorg-til-solu/