Matstofan á GK fær góðar viðtökur hjá Skagamönnum og gestum á Akranesi


Matstofan á Gamla Kaupfélaginu hefur fengið góðar viðtökur hjá gestum staðarins eftir að opnað var eftir breytingar þann 18. júní s.l.

Valdimar Brynjarsson og Gunnar H. Ólafsson standa þar vaktina ásamt starfsfólki staðarins.

Á matstofunni er einfaldleikinn í fyrirrúmi þar sem að meistarakokkar Gamla Kaupfélasgsins bjóða upp á tilbúna rétti úr hágæða hráefni.

Matstofan er opin frá 11.30-14.00 og eru fjölbreyttir réttir í boði, ásamt meðlæti sem er breytilegt frá degi til dags. Súpa dagsins og kaffi fylgir öllu réttum.

Skagafréttir voru á svæðinu í dag og eins og sjá má á þessum myndum var nóg að gera á matstofunni. Í örstuttu viðtali sagði „Gunni Hó“ að það væri bara vitlaust að gera og hann hafði engan tíma til að spjalla við skagafrettir.is í dag.

Nánar á fésbókarsíðu Gamla Kaupfélagsins.