Kári landaði stigi gegn Þrótti úr Vogum – átta gul spjöld fóru á loft


Kári lék gegn Þrótti úr Vogum á útivelli í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þetta var 2. leikur Kára á tímabilinu en liðið tapaði 4-3 í 1. umferð gegn liði Selfoss.

Andri Júlíusson kom Kára yfir með marki úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Leikurinn virðist hafa verið nokkuð harður þar sem að fjögur gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleik og alls átta gul í leiknum öllum.

Heimamenn jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks – lokatölur 1-1.

Kári er með 1 stig eftir 2 umferðir en stöðutaflan er hér fyrir neðan: