ÍA og Grótta áttust við í gær í Lengjudeild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Leikurinn fór fram á Akranesveli. Grótta komst yfir á 16. mínútu þegar Rakel Lóa Brynjarsdóttir skoraði með góðu skoti úr vítateignum.
Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði leikinn sex mínútum fyrir leikslok fyrir ÍA eftir góðan undirbúning frá Bryndísi Rún Þórólfsdóttur.
ÍA TV var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá mörkin hér fyrir neðan.