Borgarverk hefst handa við endurgerð á Faxabraut – og grjótvörn haustið 2020


Nýverið var skrifaði Akraneskaupstaður undir verksamning við Borgarverk ehf um endurgerð á Faxabrautinni og grjótvörn meðfram henni.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Verkefnið sem um ræðir er stór þáttur til að uppbygging á Sementsreitnum geti hafist en hækka þarf yfirborð götunnar umtalsvert og laga sjóvarnargarð áður til að tryggja öryggi fyrir uppbyggingu svæðisins.

Alls bárust fjögur tilboð í verkið og þar voru Borgarverks menn hlutskarpastir en tilboð þeirra var uppá 467 m.kr eða 87,9% af áætluðum verktakakostnaði.

Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Akraneskaupsstaðar, Veitna og Mílu og var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu.

Helstu magntölur í verkinu eru:

Rif steypu í vegum og stéttum10.000 m²
Fyllingar 9.300 m³
Götulýsing, skurðgröftur og strengir   1.000 m
Rafstrengir 300 m   
Fráveitulagnir1.300 m
Kaldavatnslagnir200 m
Hitaveitulagnir400 m
Styrktarlag4.500 m³
Burðarlag2.200 m³
Malbik16.000 m²
Grjótvörn37.000 m³
Göngustígar700 m²
Kantsteinar 1.850 m

Stefnt er að verktaki hefjist handa með haustinu og að verkinu verði að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2021.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/05/06/fjogur-tilbod-barust-i-framkvaemdir-vid-faxabrautina-baejarstjorinn-anaegdur/