Föstudagur á Írskum dögum – hvaða viðburðir eru í gangi á Skaganum


Það er margt í boði í dagskrá Írskra daga sem fram fara helgina 2.-5. júlí 2020 á Akranesi. Bæjarhátíðin er með breyttu sniði að þessu sinni vegna Covid-19. Hér er dagskráin fyrir föstudaginn 3. júlí.

Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast villur. 
Dagskráin verður uppfærð á þessari síðu þegar breytingar munu koma upp.

10:00-12:00 Gallerí Bjarni Þór Skólabraut 22
Sýningin „Rokkum feitt inn í Írska daga“.

12:00-13:30 Hádegisperlur á Café Kaju
Tónlistarkonan Valgerður Jónsdóttir flytur blöndu af ljúfum lögum. Bláskels pastað verður komið á matseðilinn, eitthvað sem margir hafa beðið eftir. 

13:00-16:00 Líf og fjör við Akratorg
Boðið verður uppá blöðrulist og aðrar uppákomur.

14:00 Mest skreytta gatan
Úrslit tilkynnt á facebook síðu Írskra daga.

14:00-16:00 Slackline, Orkuveitugarðurinn við Þjóðbraut 
Klifurfélag ÍA býður gestum að prófa að ganga á línum og verða á svæðinu til að aðstoða.

14:00-17:00 Basar hjá Rauða krossinum Skólabraut 25a
Prjónahópurinn hefur verið á fullu í allan vetur og því verður handavinnubasar. Lopapeysur, peysur, húfur, vettlingar og ýmislegt fleira. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála.

14:00-19:00 Popp up í portinu með DJ Marinó og fleirum! Gamla kaupfélagið

15:00-18:00 Gallerí Bjarni Þór Skólabraut 22
Sýningin „Rokkum feitt inn í Írska daga“.

15:00-18:00 Stúdíó Jóka Skagabraut 17, opnar vinnustofur

15:00-18:00 Hindrunarbraut við Kirkjubraut
Eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, 50 metra löng þrautabraut.

15:00-18:00 Fótboltapíla og Disney hoppukastali við Kirkjubraut

15:00-18:00 Búbblubolti við Suðurgötu 62

16:00-19:00 Karnival á Merkurtúni

18:00 Götugrill út um allan bæ
Skráðu þína götu ef þú vilt fá óvænta gesti í heimsókn á [email protected].

Mest skreytta gatan fær sendan glaðning í grillið.