Griðungur, gammur, dreki og bergrisi einkenna nýjan landsliðsbúning Íslands


Griðungur, gammur, dreki og bergrisi eru einkenni í nýrri ásýnd landsliða Íslands í knattspyrnu. Nýr keppnisbúningur og nýtt landsliðsmerki voru kynnt í gær í höfuðstöðvum KSÍ.

Landvættirnar hafa verið verndarar Íslands frá árinu 1918 og eru hinar fullkomnu táknmyndir fyrir landslið Íslands. Þær eru tákn samstöðu og verja vígið okkar sem önnur lið óttast, heimavöllinn. Baráttuandinn, viljinn og þrautseigjan eru alltumlykjandi.

Nánari upplýsingar á vef KSÍ.