Skagahraðlestin er hlaðvarpsþáttur sem er framleiddur af stuðningsmönnum ÍA í knattspyrnu.
Þátturinn hefur vakið verðskuldaða athygli en umsjónarmaður Skagahraðlestarinnar er Björn Þór Björnsson, Snorri Kristleifsson sér um tæknimálin og þulur er Kristján Gauti Karlsson.
Hér er hægt að hlusta á tvo þætti þar sem að rætt var við Gunnar Sigurðsson. Gunnar eða Bakarinn var í forystu knattspyrnunnar á Akranesi í hátt í þrjátíu ár.
Það hefur gengið á ýmsu eins og fram kemur í þessu áhugverða spjalli sem Björn Þór átti við Gunnar Sigurðsson – eða Bakarann.