Myndasyrpa: Frábær sigur kvennaliðs ÍA gegn Völsungi

ÍA landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í knattspyrnu kvenna í kvöld á Akranesvelli.

ÍA lagði Völsung frá Húsavík 4:0.

Fyrir leikinn hafði ÍA gert þrjú jafntefli og var þetta fyrsti leikurinn þar sem að liðið fær ekki á sig mark.

Með sigrinum er ÍA með 6 stig eftir 4 umferðir en liðið er í 5. sæti deildarinnar.

Hér er myndasyrpa úr leiknum frá Skagafréttum.