Stuð, stemning og góður árangur á AMÍ í sundi hjá ÍA


Keppendur úr Sundfélagi Akraness sýndu góð tilþrif og náðu góðum árangri á Aldursflokkameistaramóti Íslands 2020.

Alls tóku 18 keppendur frá ÍA þátt og í liðakeppninni endaði ÍA i 6. sæti. Alls tóku 20 sundlið þátt í mótinu og voru keppendur 285.

AMÍ fór að þessu sinni fram í Hafnarfirði dagana 3.-5. júlí. AMÍ er liða – og einstaklingskeppni.

Átta fyrstu sundmenn í hverjum aldursflokki landa stigum fyrir sitt félag og stigahæstu sundmenn í hverjum aldursflokki eru einnig krýndir.

15-17 ára:

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir.
Silfur i 100 m. og 200 m. bringusundi.
Brons i 100 m. skriðsundi, og 5. sæti í 100 m. flugsundi og 6. sæti i 100 m. og 200 m. baksundi.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir
4. sæti i 100 m. bringusundi og 5. sæti i 200 m. baksundi og 6. sæti i 200 m. fjórsundi.

Ingibjörg Svava Magnúsdóttir
6. sæti i 800 m. skriðsundi.

13-14 ára:

Guðbjarni Sigþórsson
Silfur i 100 m. skriðsund og 400 m. fjórsundi. Brons i 100 m. og 200 m. baksund og 100 m. flugsundi. 4. sæti i 200 m. skriðsundi.

Karen Karadóttir
4. sæti i 100 m. bringusundi og 5. sæti i 200 m. bringusundi.

Aldís Thea Daníelsdóttir Glad
6. sæti í 100 m. bringusundi.

Eins og áður hefur komið fram voru 18 keppendur frá ÍA. Liðsmenn ÍA voru með alls 65 bætingar á sínum besta árangri sem er glæsilegur árangur.

Á mótinu kepptu: Lára Jakobína Ringsted, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Alex Benjamín Bjarnason, Kristján Magnússon, Einar Margeir Ágústsson, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Guðbjarni Sigþórsson, Karen Karadóttir, Aldís Thea Daníelsdóttir Glad, Helga Rós Ingimarsdóttir, Bjarni Snær Skarphéðinsson, Ásdís Erlingsdóttir, Víkingur Geirdal, Íris Arna Ingvarsdóttir, Arna Karen Gísladóttir, Aldís Lilja Viðarsdóttir og Viktoria Emilia Orlita.

Lið SH í Hafnarfirði landaði sigri en í 2. sæti varð lið ÍRB frá Reykjanesbæ, í 3. sæti var lið Sunddeildar Breiðabliks úr Kópavogi, í 4. sæti var lið ÍBR sem eru sameinuð þrjú sundlið úr Reykjavík og í 5. sæti var lið Sunddeildar Ægis frá Reykjavík.

Mótið fór vel fram, og var gleðin við völd þar sem sundmenn stóðu þétt saman og voru duglegir að hvetja hvort annað. Í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness er fararstjórum, dómarar og foreldrum þakkað kærlega fyrir þeirra ómetanlega framlag.

Sundfélagið vill einnig færa Verslun Einars Ólafssonar kærar þakkir fyrir stuðninginn en verslunin sá keppendum fyrir bakkamat.