Meistaramót Leynis 2020 eða Akranesmeistaramótið stendur nú sem hæst en úrslit ráðast á laugardag þegar lokaumferðin fer fram.
Metfjöldi keppenda tekur þátt en rúmlega 140 keppendur eru skráðir til leiks.
Keppt er í fjölmörgum flokkum og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.
Hér eru myndir frá 1. keppnisdegi en fleiri myndir eiga eftir að bætast í safnið þegar lengra líður á mótið. Myndirnar eru frá skagafrettir.is.